Sarpur | Fegurðarleyndarmálin RSS feed for this section

Ég var ALLTOF MJÓ!

6 Sep

Poppstjarnan og The Voice-dómarinn Christina Aguilera prýðir forsíðu októberheftis tímaritsins Lucky og talar mikið um þyngd sína sem hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki síðustu ár.

„Ég hef alltaf verið of mjó þannig að ég elska að ég hafi eitthvað utan á mér. Og ég elska, augljóslega, að sýna brjóstaskoruna,“ segir Christina. Hún segist ekki hlusta á þá sem gagnrýni útlit hennar.

„Hey, ef þú getur verið eins og þú ert mun sjálfstraustið skína í gegn.“

Glysborgin yfir og út!

Auglýsingar

Snyrtivaran sem þær geta ekki LIFAРÁN!

4 Sep

Líkamskremið Prtty Peaushun var búið til af meiköpp artistanum Bethany Karlyn og þær eru þónokkrar stjörnurnar sem geta ekki lifað án þess. Til dæmis Gwyneth Paltrow, Rihanna og Cate Blanchett. Kremið gerir það að verkum að húðin gljáir og verður stinnari. Ekki slæmt.

Þeir sem hafa áhuga geta keypt það hér.

Glysborgin yfir og út!

 

OBBOSÍ! Hræðileg meiköppslys stjarnanna

1 Sep

Stjörnurnar stíga víst líka feilspor þegar kemur að farða. Kíkið bara á myndirnar!

Glysborgin yfir og út!

Heidi Klum sýnir líkamann á Twitter – MYNDIR!

30 Ágú

Eftir að ofurfyrirsætan Heidi Klum skildi við tónlistarmanninn Seal fyrir nokkrum mánuðum hefur hún haft mikla þörf fyrir að setja inn myndir af sér fáklæddri á Twitter.

Það sama var upp á teningnum í vikunni þegar hún setti inn myndir af sér í bikiníi í sólbaði á Sardiníu á Ítalíu. Hún er í fríi með foreldrum sínum, Günther og Ernu Klum, í tilefni af afmæli föður hennar.

Glysborgin yfir og út!

Scarlett FÆKKAR FÖTUM fyrir D&G

29 Ágú

Leikkonan og kynbomban Scarlett Johansson er ber að ofan í nýrri auglýsingu fyrir tískurisann Dolce&Gabbana. Leikkonan skartar þar náttúrulegu meiköppi enda er hún að auglýsa nýjan farða sem fyrirtækið sjálft lýsir sem fullkomnum. Það er ekkert verið að spara stóru orðin!

Glysborgin yfir og út!

Rassinn á mér er ALLTOF STÓR!

28 Ágú

Afturendinn á rauneruleikastjörnunni Kim Kardashian er einn sá frægasti í heiminum en skvísan er ekki mjög sátt við hann þessa dagana.

„Mér finnst rassinn á mér vera alltof stór í þessum gallabuxum,“ skrifaði Kim á bloggið sitt og setti inn nærmynd af rassinum á sér í níðþröngum gallabuxum. Kim er búin að taka málin í sínar hendur og ætlar að létta sig á næstu vikum. Hún byrjaði vikuna með stæl.

„Tvöföld æfing snemma í morgun. Bootcamp og pilates. Ég elska að byrja mánudaga svona!“ skrifaði Kim á Twitter-síðu sína. Persónulega finnst mér ekkert að þessum rassi. Myndi ekki segja nei við honum.

Glysborgin yfir og út!

Ber að ofan í beinni – MYNDIR!

28 Ágú

Sundstjarnan Ryan Lochte var gestur þáttarins Fashion Police á sjónvarpsstöðinni E! á föstudaginn. Ryan ákvað að keyra þetta í gang og vippaði sér úr öllu nema sundskýlunni. Joan Rivers, einn af þáttastjórnendunum, var alveg að hata það og ákvað að nýta tækifærið og spyrja Ryan hve mikið af líkamanum hann þyrfti að raka.

„Allt nema höfuðið á mér,“ sagði Ryan.

„Alveg allt?“ spurði Joan og vísaði í hvort Ryan væri rakaður að neðan.

„Ég held að það sé persónulegt mat en ég – já,“ svaraði Ryan. Hress Ólympíuverðlaunahafi!

Glysborgin yfir og út!

%d bloggurum líkar þetta: