Sarpur | Mataræði RSS feed for this section

Æfði í SEX TÍMA Á DAG til að losna við meðgöngukílóin

5 Sep

Það virðist vera ekkert mál fyrir skvísurnar í Hollywood að grennast eftir meðgöngu og engin þeirra vill viðurkenna hversu erfitt það er. Nema leikkonan Kate Hudson. Hún segist hafa æft í sex tíma á dag til að losna við aukakílóin – hvorki meira né minna.

„Ég æfði í sex tíma á dag. Ég brenndi í 45 til 55 mínútur og fór svo í Pilates eða jóga í klukkutíma. Þetta gerði ég þrisvar sinnum á dag,“ segir leikkonan við tímaritið Star.

Það er ótrúlegt hvað þessar konur gera til að komast í form. Greyið börnin – þau hljóta að líða fyrir þessa geðveiki.

Glysborgin yfir og út!

Auglýsingar

Rassinn á mér er ALLTOF STÓR!

28 Ágú

Afturendinn á rauneruleikastjörnunni Kim Kardashian er einn sá frægasti í heiminum en skvísan er ekki mjög sátt við hann þessa dagana.

„Mér finnst rassinn á mér vera alltof stór í þessum gallabuxum,“ skrifaði Kim á bloggið sitt og setti inn nærmynd af rassinum á sér í níðþröngum gallabuxum. Kim er búin að taka málin í sínar hendur og ætlar að létta sig á næstu vikum. Hún byrjaði vikuna með stæl.

„Tvöföld æfing snemma í morgun. Bootcamp og pilates. Ég elska að byrja mánudaga svona!“ skrifaði Kim á Twitter-síðu sína. Persónulega finnst mér ekkert að þessum rassi. Myndi ekki segja nei við honum.

Glysborgin yfir og út!

Svona varð hún OFURMJÓ!

26 Ágú

Holdafar Beverly Hills 90210-skvísunnar Jennie Garth hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að hún skildi við leikarann Peter Facinelli eftir ellefu ára hjónaband. Jennie er orðin ansi hreint mjó, horuð jafnvel, en segist þó ekki svelta sig. Hún hefur bara tekið sig á og lést á gamla mátan.

„Ég hugsa bara um sjálfa mig: borða minna, æfi meira og drekk fullt af kókosvatni,“ segir Jennie. Skilnaðurinn tók á hana en hún hefur sleppt því að borða tilfinningar sínar.

„Ég borða mikið af grískri jógúrt. Grísk jógúrt á morgnana, salat og prótein restina af deginu og kannski bollakaka ef ég hef staðið mig vel. Ég trúi ekki á að neita sér um það sem maður vill,“ segir Jennie en þjálfari hennar er Shannon Stewart.

Jennie á þrjár dætur og er byrjuð að deita á ný. Hún byrjaði á því að hitta HGTV-stjörnuna Antonio Ballatore og hefur nú snúið sér að ljósmyndaranum Noah Abrams.

Glysborgin yfir og út!

Svona missti Jennifer Garner KÍLÓIN eftir barnsburð

17 Ágú

Leikkonan Jennifer Garner eignaðist drenginn Samuel fyrir fimm mánuðum með eiginmanni sínum Ben Affleck og er nýbyrjuð að láta sjá sig aftur á rauða dreglinum. Eins og flestar stjörnur í Hollywood byrjaði Jennifer afskaplega snemma í ræktinni, eða fjórum vikum eftir að hún átti. Það virðist stundum vera eins og það skipti þessar píur meira máli að vera fitt og flott en að vera með börnunum sínum en Jennifer má eiga það að hún lítur mjög vel út.

Þjálfari Jennifer er Valerie Waters og hún hefur verið það í meira en áratug. Hún segir að Jennifer hafi alltaf verið mjög dugleg að æfa á meðan hún var ólétt og eftir meðgönguna.

„Hún lítur stórkostlega út núna. Hún er sterk og kynþokkafull,“ segir Valerie. Hún segir að Jennifer hafi byrjað hægt að æfa eftir fæðinguna. „Fyrstu æfingarnar voru fimmtán til tuttugu mínútur.“ Síðan þá hafa æfingarnar lengst í fjörutíu mínútur, þrisvar til fjórum sinnum á viku. Jennifer brennir tvisvar í viku og fer líka í stöðvaþjálfun með lóðum.

Jennifer og Ben eiga tvær dætur, Violet sex ára og Seraphina þriggja ára. Þær taka þátt í æfingunum með móður sinni.

„Við erum með lítil lóð fyrir þær og þær koma stundum með okkur og lyfta lóðunum fyrir ofan höfuðið á sér. Þær eru svo krúttlegar og finnst gaman að gera það sem mömmu finnst gaman,“ segir Valerie.

Jennifer borðar eiginlega bara lífrænan mat og unninn mat í lágmarki. Hún er með skálar af ferskum ávöxtum og grænmeti um allt hús til að falla ekki í freistni.

Glysborgin yfir og út!

23 KÍLÓ FARIN! Svona fór hún að því

16 Ágú

Idol-stjarnan Jordin Sparks geislaði á frumsýningu Sparkle í New York í vikunni. Hún klæddist stílhreinum kjól frá alice + olivia en hún er búin að missa tæplega 23 kíló á síðustu mánuðum.

„Þetta er ekkert leyndarmál. Ég bara borða betri mat og hreyfi mig daglega,“ segir Jordin um lífstílsbreytinguna. Uppáhaldshreyfingin hennar er Zumba.

„Besta vinkona mömmu minnar er Zumba-kennari og ég elska þetta. Ég byrjaði á því að ganga, fór síðan að skokka og endaði í Zumba. Ég byrjaði líka að vinna með þjálfara og við gerðum þrjátíu mínútna stöðvahring þannig að ég þurfti ekki að vera í ræktinni í tvo tíma.“

Einfalt!

Glysborgin yfir og út!

ÓÞEKKJANLEGUR! Van Damme sýnir sixpakkinn

9 Ágú

Hasarmyndahetjan Jean-Claude Van Damme var heldur betur hress í Madrid, höfuðborg Spánar, í gær þegar hann kynnti kvikmyndina The Expendables 2 sem frumsýnd verður þann 17. ágúst.

Van Damme verður 52ja ára á árinu en heldur sér svo sannarlega í formi. Til að sanna það ákvað hann að vippa upp skyrtunni og sýna stæltu magavöðvana. Alltaf nettur kallinn!

Glysborgin yfir og út!

BOMBA Í BLEIKU! Svona heldur Gwen Stefani sér í formi

8 Ágú

No Doubt-söngkonan og stílpæjan Gwen Stefani prýðir forsíðu septemberheftis Harper’s Bazaar í kjól frá Jil Sander og með vel stóran hatt frá Alexis Mabille Couture. Hún er í stóru viðtali við blaðið og segist pína sig til að vera í formi.

„Ég hata að tala um líkama minn; það er fáránlegt. Þetta er ekkert leyndarmál: þú verður að borða hollt, æfa og pína sjálfa/n þig!“

Inni í blaðinu er Gwen til dæmis í dressum frá Alexander McQueen, Oscar de la Renta, the Row og Versace. Æðisleg!

Glysborgin yfir og út!

%d bloggurum líkar þetta: