Sarpur | Slúður RSS feed for this section

Rachel klessir á – MYNDIR!

8 Sep

Leikkonan Rachel McAdams komst í smá bobba í Hollywood í síðustu viku þegar hún klessti aftan á bílinn fyrir framan hana. Ökumaður bílsins og hún spjölluðu aðeins saman en komust svo að niðurstöðu að þetta væri það lítið að það þyrfti ekkert að gera mál úr þessu. Yndislegt að enginn slasaðist!

Glysborgin yfir og út!

Auglýsingar

Hrikalega erfitt að gera BRITNEY til geðs

8 Sep

Söngkonan Britney Spears er hörð í horn að taka, allavega að mati tónlistarmógúlsins Simons Cowells. Þau eru bæði dómarar í nýju seríunni af hæfileikaþættinum X Factor og Simon segir Britney leyna á sér.

„Þegar maður kaupir hund býst maður við að hann sleiki mann og svo bítur hann mann. Britney er svolítið svoleiðis. Það kom mér mjög á óvart. Það er mjög, mjög erfitt að gera henni til geðs. En ég held að það sé áhugaverðara því þá segir hún ekki bara já og amen svo fólki líki vel við hana. Hún á eftir að koma mörgum á óvart held ég,“ segir Simon um sessunaut sinn.

Glysborgin yfir og út!

Mig LANGAR EKKI í börn!

8 Sep

Spéfuglinn Ellen DeGeneres mætti í spjallþátt Jay Leno í síðustu viku og var að sjálfsögðu spurð út í sögusagnir þess efnis að hún og eiginkona hennar, Portia de Rossi, væru að hugleiða barneignir. Ellen útskýrði þá, eins og hún hefur gert oft áður, að henni væri ekki illa við börn en að hana langaði ekki að verða foreldri.

„Ég veit ekki af hverju fólk vill að ég eignist barn. Ég hef sagt það svo oft að við ætlum ekki að eignast barn.“

Tíunda sería af spjallþætti grínistans verður frumsýnd á næstunni og hún býður börnum oft í settið – enda hefur hún alls ekkert á móti þeim.

„Mig langar ekki í eitt. Mig langar ekki í sex. Mig langar ekki í barn.“

Glysborgin yfir og út!

Kona ársins KVIKNAKIN á forsíðunni

7 Sep

Söngkonan Lana Del Rey fer úr öllu á forsíðu októberheftis breska GQ tímaritsins sem kom í verslanir í gær. Söngkonan var valin kona ársins af tímaritinu. Af hverju, skilur Glysborgarinn bara alls ekki. En hvað um það.

Glysborgin yfir og út!

Ég var ALLTOF MJÓ!

6 Sep

Poppstjarnan og The Voice-dómarinn Christina Aguilera prýðir forsíðu októberheftis tímaritsins Lucky og talar mikið um þyngd sína sem hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki síðustu ár.

„Ég hef alltaf verið of mjó þannig að ég elska að ég hafi eitthvað utan á mér. Og ég elska, augljóslega, að sýna brjóstaskoruna,“ segir Christina. Hún segist ekki hlusta á þá sem gagnrýni útlit hennar.

„Hey, ef þú getur verið eins og þú ert mun sjálfstraustið skína í gegn.“

Glysborgin yfir og út!

Sjáið þennan TRÚLOFUNARHRING!

6 Sep

Leikkonan Kate Bosworth er búin að trúlofast kærasta sínum Michael Polish en þau sáust fyrst saman á Coldplay-tónleikum í Los Angeles í ágúst árið 2011.

Kate staðfesti fréttirnar á Twitter-síðu sinni ásamt mynd þar sem trúlofunarhringurinn sést vel. Stílhreinn hringur. Greinilegt að Michael er smekkmaður!

Glysborgin yfir og út!

Æfði í SEX TÍMA Á DAG til að losna við meðgöngukílóin

5 Sep

Það virðist vera ekkert mál fyrir skvísurnar í Hollywood að grennast eftir meðgöngu og engin þeirra vill viðurkenna hversu erfitt það er. Nema leikkonan Kate Hudson. Hún segist hafa æft í sex tíma á dag til að losna við aukakílóin – hvorki meira né minna.

„Ég æfði í sex tíma á dag. Ég brenndi í 45 til 55 mínútur og fór svo í Pilates eða jóga í klukkutíma. Þetta gerði ég þrisvar sinnum á dag,“ segir leikkonan við tímaritið Star.

Það er ótrúlegt hvað þessar konur gera til að komast í form. Greyið börnin – þau hljóta að líða fyrir þessa geðveiki.

Glysborgin yfir og út!

%d bloggurum líkar þetta: