Sarpur | Steldu stílnum RSS feed for this section

STELDU STÍLNUM! Gwyneth er með’etta

26 Ágú

Langar þig að dressa þig upp eins og ofurstjarnan Gwyneth Paltrow? Nú er tækifærið!

Glysborgin yfir og út!

Auglýsingar

Jessica notar varalit frá CHANEL

19 Ágú

Leikkonan Jessica Biel geislaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Total Recall í Hollywood í kjól frá Dior Couture. Andlitið á henni var ekki síður geislandi en hún notaði varalitinn Rouge Coco frá Chanel. Þá vitum við það og getum apað eftir henni!

Glysborgin yfir og út!

Ruplað af fyrirsætum – MYNDIR!

15 Ágú

Frægustu konur heims hafa engar peningaáhyggjur. Staðfest! Þær sjást oft í fremstu röð á tískusýningum um heim allan og stundum næla þær sér í nákvæmlega sömu lúkk og sjást á tískupöllunum. Sjáiði bara!

Glysborgin yfir og út!

STELDU STÍLNUM! Lúkkaðu eins og Katy Perry fyrir lítið

13 Ágú

Söngkonan Katy Perry er í essinu sínu þessa dagana. Byrjuð að deita John Mayer og allt að gerast. Hún er líka alltaf að verða sniðugri í að klæða sig þessi elska. Viltu stela götustílnum hennar fyrir lítið? Nú er tækifærið!

Glysborgin yfir og út!

STELDU STÍLNUM! Götustíll Miley Cyrus fyrir klink

11 Ágú

Ungstirnið Miley Cyrus er ein vinsælasta stjarnan í heiminum í dag. Götustíllinn hennar er mjög afslappaður og flottur og það er lítið mál að fá hann fyrir lítið.

Glysborgin yfir og út!

STELDU STÍLNUM! Keyptu þér eins jakka og Kate Middleton

7 Ágú

Kate Middleton var litaglaðari en venjulega þegar hún fylgdist með sundkonunni Rebeccu Adlington vinna sitt annað brons á Ólympíuleikunum í London. Kate var í eldrauðum jakka við doppóttan topp og svartar gallabuxur. Það er lítið mál fyrir okkur almúgann að næla sér í eins jakka og Kate er í. Hann fæst í Zöru og kostar tæpar sautján þúsund krónur. Prinsessudíll!

Glysborgin yfir og út!

NÚ ER ÞAÐ SVART! Steldu stíl Glee-stjörnu

5 Ágú

Glee-stirnið Lea Michele er alltaf voðalega pen og smart til fara. Hún var klædd í allt svart á LAX-flugvelli fyrir skömmu og Glysborgin ákvað að fara á stúfana og finna dressið hennar – örugglega á miklu hagstæðara verði en hún keypti það á. Glysborgarinn fór í þrjár verslanir – Outfit.is (þar sem hægt er að versla föt frá H&M), Zöru og Lindex. Gjöriði svo vel!

Glysborgin yfir og út!

%d bloggurum líkar þetta: