Sarpur | Stíllinn RSS feed for this section

Victoria Beckham kynnir vorlínuna – MYNDIR!

10 Sep

Victoria Beckham var óvenju brosmild þegar hún kynnti vorlínu sína fyrir næsta ár á tískuvikunni í New York.

Línan er stílhrein eins og Victoriu er von og vísa en hún er samt sem áður aðeins sportlegri en fyrri línur hennar. Skemmtileg blanda.

Glysborgin yfir og út!

Auglýsingar

Britney Spears í KJÓLASTRÍÐI!

9 Sep

Þessi klæðilegi kjóll er frá merkinu Stop Staring! en það er ekki annað hægt en að stara á þúsundþjalasmiðina Britney Spears og Alexu Vega í honum. Hvor er flottari?

Britney vs. Alexa

Glysborgin yfir og út!

GUÐDÓMLEGAR Í GULU! Hvor er flottari?

8 Sep

Leikkonurnar Rachel Bilson og Candice Accola halda sumrinu á lífi í þessum glæsilega kjól frá 3.1 Phillip Lim. En hvor ber hann betur?

Rachel vs. Candice

Glysborgin yfir og út!

BLÁAR BJÚTÍBOMBUR! Hvor er flottari?

7 Sep

Pæjurnar Demi Lovato og Jordin Sparks eru sjúklega sætar í þessum smekklega kjól frá Mason. En hvor ber hann betur?

Glysborgin yfir og út!

TÍSKUSLYS! Hræðilegustu lúkkin í gegnum tíðina

7 Sep

MTV Video Music-verðlaunahátíðin var haldin hátíðleg í gær en lúkkin á rauða dreglinum hafa oft verið skrautleg í gegnum tíðina. Hér eru nokkur af þeim verstu.

Glysborgin yfir og út!

Tískuveisla á stílverðlaunum – MYNDIR!

7 Sep

Stílpíurnar fjölmenntu á Style Awards á tískuvikunni í New York sem haldin voru á miðvikudaginn. Kjólarnir voru óaðfinnanlegir enda svo sem ekki við öðru að búast. Sjáið bara!

Glysborgin yfir og út!

Jude Law klæðir sig í myrkrinu – MYND!

6 Sep

Leikkonan Keira Knightley ljómaði á frumsýningu myndarinnar Anna Karenina í Bretlandi. Hún klæddist Chanel-kjól með hafmeyjarsniði og hefði ekki getað verið fallegri, svei mér þá!

Ekki er sömu sögu að segja um meðleikara hennar Jude Law sem virðist hafa klætt sig í myrkrinu og tekið eitthvað úr öllum jakkafötunum sem hann á. Hvað er málið með vestið? Og skóna? Æ, æ, æ!

Glysborgin yfir og út!

%d bloggurum líkar þetta: