TÍSKUSLYS! Hræðilegustu lúkkin í gegnum tíðina

7 Sep

MTV Video Music-verðlaunahátíðin var haldin hátíðleg í gær en lúkkin á rauða dreglinum hafa oft verið skrautleg í gegnum tíðina. Hér eru nokkur af þeim verstu.

Glysborgin yfir og út!

Auglýsingar

Kona ársins KVIKNAKIN á forsíðunni

7 Sep

Söngkonan Lana Del Rey fer úr öllu á forsíðu októberheftis breska GQ tímaritsins sem kom í verslanir í gær. Söngkonan var valin kona ársins af tímaritinu. Af hverju, skilur Glysborgarinn bara alls ekki. En hvað um það.

Glysborgin yfir og út!

Tískuveisla á stílverðlaunum – MYNDIR!

7 Sep

Stílpíurnar fjölmenntu á Style Awards á tískuvikunni í New York sem haldin voru á miðvikudaginn. Kjólarnir voru óaðfinnanlegir enda svo sem ekki við öðru að búast. Sjáið bara!

Glysborgin yfir og út!

Jude Law klæðir sig í myrkrinu – MYND!

6 Sep

Leikkonan Keira Knightley ljómaði á frumsýningu myndarinnar Anna Karenina í Bretlandi. Hún klæddist Chanel-kjól með hafmeyjarsniði og hefði ekki getað verið fallegri, svei mér þá!

Ekki er sömu sögu að segja um meðleikara hennar Jude Law sem virðist hafa klætt sig í myrkrinu og tekið eitthvað úr öllum jakkafötunum sem hann á. Hvað er málið með vestið? Og skóna? Æ, æ, æ!

Glysborgin yfir og út!

Ég var ALLTOF MJÓ!

6 Sep

Poppstjarnan og The Voice-dómarinn Christina Aguilera prýðir forsíðu októberheftis tímaritsins Lucky og talar mikið um þyngd sína sem hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki síðustu ár.

„Ég hef alltaf verið of mjó þannig að ég elska að ég hafi eitthvað utan á mér. Og ég elska, augljóslega, að sýna brjóstaskoruna,“ segir Christina. Hún segist ekki hlusta á þá sem gagnrýni útlit hennar.

„Hey, ef þú getur verið eins og þú ert mun sjálfstraustið skína í gegn.“

Glysborgin yfir og út!

BLÚNDUBOMBUR! Lindsay vs. Ashley

6 Sep

Fyrrverandi Disney-stjörnurnar Ashley Tisdale og Lindsay Lohan völdu sér þennan hvíta blúndukjól frá For Love and Lemons til að fara út á lífið í. En hvor er flottari?

Ashley vs. Lindsay

Glysborgin yfir og út!

Sjáið þennan TRÚLOFUNARHRING!

6 Sep

Leikkonan Kate Bosworth er búin að trúlofast kærasta sínum Michael Polish en þau sáust fyrst saman á Coldplay-tónleikum í Los Angeles í ágúst árið 2011.

Kate staðfesti fréttirnar á Twitter-síðu sinni ásamt mynd þar sem trúlofunarhringurinn sést vel. Stílhreinn hringur. Greinilegt að Michael er smekkmaður!

Glysborgin yfir og út!

%d bloggurum líkar þetta: